Prenthaus

Fyrsta skóflustungan tekin að Garðinum hans Gústa

Fyrsta skóflustungan tekin að Garðinum hans Gústa

Í hádeginu í dag var fyrsta skóflustungan að Garðinum hans Gústa tekin. Það voru dætur Ágústs heitins og Guðrúnar Gísladóttur, þær Ásgerður Jana og Berglind Eva Ágústsdætur tóku fyrstu skóflustunguna í sameiningu.

Fjölmennt var við Glerárskóla í morgun en á meðal viðstaddra voru fjölskylda og vinir Ágústs og bæjarstjórinn á Akureyri.

Sjá einnig: Framkvæmdir að hefjast við Garðinn hans Gústa

Garðurinn hans Gústa er körfuboltavöllur sem mun rísa norðan við B-álmu Glerárskóla. Sett verður upp girðing umhverfis völlinn og meðfram norðurhlið vallarins verður svæði fyrir áhorfendabekki og gróðurbelti. Umsjón með uppsetningu og framkvæmd verður hjá vinum Ágústs H. Guðmundssonar í nánu samstarfi við Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar.

Myndir frá athöfninni má finna á vef Akureyrarbæjar

Sambíó

UMMÆLI