Geir skoraði þrjú gegn PSG

Geir Guðmundsson

Geir Guðmundsson stóð í ströngu í kvöld þegar lið hans, Cesson-Rennes, heimsótti stjörnum prýtt lið PSG í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Geir var næstmarkahæstur í liði Cesson-Rennes með þrjú mörk úr átta skotum en óhætt er að segja að við ofurefli hafi verið að etja.

Leiknum lauk með þrettán marka sigri PSG, 41-28. Nikola Karabatic var markahæstur með níu mörk.

Sjá einnig

Geir Guðmundsson í nærmynd – Gunni Mall Jr. mest pirrandi

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó