Prenthaus

Gjaldtaka í Vaðlaheiðargöngum hófst í dag

Gjaldtaka í Vaðlaheiðargöngum hófst í dag

Í dag hófst gjaldtaka í Vaðlaheiðargöngum. Göngin opnuðu fyrir umferð 21. desember en hingað til hafa ökumenn ekið gjaldfrjálst þar í gegn. Nú þarf að greiða á bilinu 700 til 6000 íslenskar krónur fyrir hverja ferð. Verðið fer eftir gerð ökutækis og greiðslumáta.

Fullt gjald fyrir fólksbíl er 1500 krónur en það lækkar séu keypt margar ferðir í einu. Hægt er að kaupa 10, 40 eða 100 ferðir í einu og þannig lækk­ar gjaldið á fólks­bíla niður í 1.250, 900 eða 700 krón­ur. Fyrir flutningabíla og rútur kostar 6000 krónur í gegn.

Þrjár leiðir eru mögulegar til þess að greiða fyrir ferð. Hægt er að skrá bílnumer og greiðslukort á veggjald.is, þá er innheimt fyrir hverja ferð fyrir sig. Einnig er hægt að greiða fyrirfram ákveðið margar ferðir eða greiða innan þriggja klukkustunda eftir að hafa farið í gegnum göngin og fá rukkun. Þá hækkar gjaldið um þúsund krónur.

Sjá einnig:

Svona gengur greiðslufyrirkomulagið í Vaðlaheiðargöngum fyrir sig – Sjáðu myndbandið

 

UMMÆLI