Prenthaus

Glæsilegt aukaspyrnumark JakobínuMynd: Þórsport

Glæsilegt aukaspyrnumark Jakobínu

Jakobína Hjörvarsdóttir, knattspyrnukona í Þór/KA, skoraði glæsilegt mark, beint úr aukaspyrnu, í 2-1 sigri Þór/KA á Keflavík í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gær.

Sjá einnig: Þór/KA sigraði í Keflavík

Jakobína er fædd árið 2004 og verður sautján ára núna í júlí. Hún hefur töluverða reynslu af meistaraflokks fótbolta þrátt fyrir ungan aldur. Hún er nú á sínu þriðja tímabili með Þór/KA. Hún hefur spilað 23 leiki fyrir liðið í efstu deild, 3 í bikarkeppni og þá spilaði hún einnig í leik um Meistara meistaranna árið 2019.

Markið hennar Jakobínu má sjá með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó