Góð aðsókn í sumarnám Háskólans á Akureyri

Góð aðsókn í sumarnám Háskólans á Akureyri

Góð aðsókn er í sumarnám við Háskólann á Akureyri samkvæmt frétt á vef N4. Háskólinn býður upp á fjölda námskeiða í sumar sem er ætlað að styðja við nemendur og aðra þá sem vilja uppfæra þekkingu sína.

Sjá einnig: Opnað fyrir umsóknir í sumarnám við Háskólann á Akureyri

Háskólinn á Akureyri fékk fimmtíu milljóna króna fjárveitingu frá ríkinu vegna námskeiðanna sem verða um þrjátíu talsins. Þetta er hluti af viðbrögðum stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins.

„Við erum mjög ánægð með viðbrögðin, skráningar sýna að fólk hefur áhuga á þessum leiðum sem í boði eru. Símenntun verður sífellt mikilvægari, samfara breyttum atvinnuháttum og tækniframförum. Sömuleiðis hefur starfsfólkið lagt sig fram um að gera þetta mögulegt á svo skömmum tima. Þetta eru fjölbrett námskeið og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri í samtali við N4.

Í Landsbyggðum á N4 í kvöld verður fjallað um sumarnámskeið Háskólans á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI