Prenthaus

Gringlo gefur út lagið Human – Sjáðu myndbandið

Gringlo gefur út lagið Human – Sjáðu myndbandið

Hljómsveitin Gringlo sendi frá sér nýtt lag og myndband í síðustu viku. Lagið heitir Human en myndbandið við lagið er tekið upp á Akureyri og sýnir skemmtilega mynd af mannlífinu í bænum.

Sjá einnig:Akureyringar njóta sólarinnar í nýju myndbandi GRINGLO: „Maður finnur fyrir samheldni”

Hljómsveitina sjálfa skipa þeir Ivan Mendez (söngur,gítar), Guðbjörn Hólm (bassi, bakraddir), Guðjón Jónsson (píanó,hljómborð) og Arnar Scheving (trommur, slagverk).

Lagið er það fyrsta af væntanlegri plötu Gringlo en hljómsveitin hefur verið dugleg að senda frá sér nýja og skemmtilega tónlist undanfarin misseri.

UMMÆLI