Grunur um smit á öldrunarheimili á Ólafsfirði

Grunur um smit á öldrunarheimili á Ólafsfirði

UPPFÆRT: Ekkert smit á Hornbrekku

Upp er kominn grunur um COVID-19 smit á öldrunarheimilinu Hornbrekku á Ólafsfirði. Flestir hjúkrunarfræðingar á heimilinu eru komnir í sóttkví þar til niðurstaða úr skimun fæst.

Félagsþjónusta Fjallabyggðar tók ákvörðun um að loka Hornbrekku fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta 7. mars síðastliðin.

Um þessar mundir er verið að reyna að koma á fót Bakvarðarsveit, fari svo að mikið brottfall verði í hópi starfsmanna á öldrunarheimilinu.

Á vef Fjallabyggðar segir að verið sé að leita að einstaklingum sem gætu aðstoðað við umönnunar-, eldhús- og ræstingastörf. Einstaklingar sem hafa unnið á Hornbrekku, eða hafa heilbrigðis- / umönnunarreynslu og þeim sem eru hraustir og geta unnið hlutastörf tímabundið.

„Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendið nafn og símanúmer á birna@hornbrekka.is. Ef þörf verður á að kalla eftir aðstoð mega þeir sem skrá sig eiga von á símtali,“ segir á Fjallabyggd.is

Sambíó

UMMÆLI