Guðmundur Baldvin nýtur mests trausts

Guðmundur Baldvin

Guðmundur Baldvin Guðmundson, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, nýtur mests trausts meðal oddvita þeirra flokka sem bjóða fram á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor samkvæmt skoðanakönnun sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) framkvæmdi fyrir Vikudag.

Guðmundar Baldvin nýtur traust 35% þeirra sem tóku þátt. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins, Halla Björk Reynisdóttir oddviti L-listans og Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingarinnar njóta 31% traust meðal kjósenda. 25% bera mjög eða frekar mikið traust til Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur oddvita Vg.

Framboðslistar Miðflokksins og Pírata voru ekki komnir fram þegar könnunin var gerð og því eru oddvitar þeirra flokka ekki inn í þessari könnun. Haft var samband við rúmlega þúsund manns í gegnum tölvupóst og fengust 663 svör. Niðurstöðurnar má sjá á vefsíðu Vikudags.


UMMÆLI