Vilborg Þórðardóttir og Skógarböðin fengu Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar

Vilborg Þórðardóttir og Skógarböðin fengu Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar

Þann 29.apríl afhenti Atvinnu- og umhverfisnefnd tvenn umhverfisverðlaun, annarsvegar í flokki einstaklinga og hinsvegar í flokki atvinnustarfsemi.

Vilborg Þórðardóttir að Ytra-Laugalandi fékk verðlaun í hópi einstaklinga. Skógarböðin fengu verðlaun í atvinnustarfsemi og voru það frumkvöðlar Skógarbaðanna og stærstu eigendur, hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer, sem tóku við verðlaununum fyrir hönd þess.

„Nefndin fékk fjölda ábendinga um dugnað Vilborgar og þann metnað sem hún hefur við að halda umhverfi sínu fallegu og snyrtilegu og taldi nefndin hana vel til verðlaunanna komin. Skógarböðin þekkja flestir en aðkoma að þeim og umgjörðin öll er til mestu fyrirmyndar. Eyjafjarðarsveit óskar Vilborgu, Finni og Sigríði til hamingju með verðlaunin,“ segir í tilkynningu á vef Eyjafjarðarsveitar.


UMMÆLI