Prenthaus

Hafa safnað meira en milljón fyrir geðdeild SAk

Menntaskólinn á Akureyri

Menntaskólinn á Akureyri. Mynd: Jónatan Friðriksson

Nemendur Menntaskólans á Akureyri hafa náð markmiði sínu í góðgerðarviku skólans sem stendur yfir þessa dagana og fjallað hefur verið um á Kaffinu.

Opinbert markmið var að safna einni milljón króna til styrktar unglingahjálpar við geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. Milljóninni hefur verið náð en söfnunin heldur áfram og lýkur á morgun, miðvikudag.

Við sögðum ykkur meðal annars frá vöskum piltum sem ýttu bifreið Eyjafjarðahringinn og henni Moniku Rögnvaldsdóttir sem dvelur innilokuð í kassa um þessar mundir og hyggst gera það í 12 klukkustundir.

Jón Már skólameistari. Mynd: Sverrir Páll Erlendsson

Fleiri nemendur hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar. Æsa Skúladóttir er í beinni útsendingu á ferðum sínum í allan dag. Tvíburarnir Alexander og Sólon Kristjánssynir Edelstein eru samvaxnir í allan dag. Þá hefur skólameistari, Jón Már Héðinsson, tekið þátt með því að klæðast afar óhefðbundnum klæðnaði eins og sést hér til hliðar.

Tekið er á móti framlögum á bankareikning sem hér segir:

Kennitala: 470997-2229

Reikningsnúmer: 0162-05-261530

Sjá einnig

Nemandi í MA verður í beinni útsendingu í kassa í tólf klukkutíma

Ýta bíl Eyjafjarðahringinn til styrktar geðdeildar Sak – myndband

 

UMMÆLI

Sambíó