Haukur Heiðar í íslenska hópnum sem fer til Indónesíu

Haukur Heiðar Hauksson í leik með AIK

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir komandi vináttuleiki gegn Indónesíu dagana 10 og 14. janúar. Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því er landsliðshópurinn mikið breyttur. Leikmenn eins og Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason fara ekki með.

Hægri bakvörðurinn Haukur Heiðar Hauksson er í hópnum sem ferðast til Indónesíu. Haukur ólst upp með KA á Akureyri en spilar nú fyrir AIK í sænsku úrvalsdeildinni. Haukur var í hóp íslenska liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi en hefur fengið fá tækifæri síðan þá. Þetta er gullið tækifæri hans til að sanna sig fyrir Heimi Hallgrímssyni fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Leikirnir fara fram á aðalleikvangi Indónesíu sem tekur 88 þúsund manns í sæti.

Sjá einnig:

Haukur Heiðar Hauksson í nærmynd – Myndi aldrei spila með Þór

 

Sambíó

UMMÆLI