NTC netdagar

Helgi Björnsson heiðursgestur á brautskráningu HA

Helgi Björnsson heiðursgestur á brautskráningu HA

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Helgi Björnsson verður heiðursgestur á brautskráningu Háskólans á Akureyri í sumar.

Brautskráning fer fram með rafrænum hætti laugardaginn 13. júní. Þar verður brautskráningu kandídata á grunn- og framhaldsstigi fagnað. Hátíðardagskrá hefst á sjónvarpsstöðinni N4 kl. 15.00. Einnig verður henni streymt á vef N4.

Sjá einnig: Nemendur innan HA óánægðir vegna rafrænnar brautskráningar

Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að heiðursgestur ávarpi kandídata. Í fyrra flutti Vilborg Arna Gissurardóttir, ævintýrakona og pólfari einlæga ræðu þar sem hún hvatti kandídata til þess að setja sér markmið og vinna hart til að ná þeim. Í ár verður það Helgi Björnsson sem mun flytja ávarp til kandídata.

„Helgi átti mikilvægan hlut í að sameina landann á þessum fordæmalausu tímum og því er tilvalið að hann sameini okkur öll sem sitjum við skjáinn og fögnum brautskráningu vina okkar og vandamanna,“ segir í tilkynningu á vef HA.

Sambíó

UMMÆLI