Hvetur ungt fólk til að kynna sér launamál sín og réttindi

Hvetur ungt fólk til að kynna sér launamál sín og réttindi

Vegna samkomubannsins er ekki hægt að efna til hefðbundinnar dagskrár á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Stéttarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu standa þess í stað að dagskrá á N4, þar sem rætt er um ýmis baráttumál stéttarfélaganna, auk þess að norðlenskt tónlistarfólk kemur fram. Þátturinn verður frumsýndur á N4 klukkan 13:00.

Sjá einnig: 1. maí á Eyjafjarðarsvæðinu haldinn heima í stofu

Í þættinum er rætt við Söru Katrínu Sandholt, trúnaðarmann Einingar-Iðju á leikskóla á Akureyri, meðal annars um mikilvægi þess fyrir ungt fólk að vera í stéttarfélagi og einnig um hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað.

„Það er svo margt sem maður veit lítið um varðandi kjaramál og réttindi launafólks. Þetta á sérstaklega við um ungt fólk, þá er ég til dæmis að tala um ýmsa styrki sem hægt er að fá hjá stéttarfélögunum og svo náttúrulega launamál og réttindi,“ segir Sara Katrín í viðtali á N4.

Mynd og frétt af N4.is

Sambíó

UMMÆLI