Í hálfgerðu áfalli yfir viðbrögðum við gagnrýni á ákvörðun dómsmálaráðherra

Í hálfgerðu áfalli yfir viðbrögðum við gagnrýni á ákvörðun dómsmálaráðherra

Hilda Jana Gísladóttir gagnrýndi í gær harðlega þá ákvörðun dómsmálaráðherra um að loka fangelsinu á Akureyri. Í dag segist hún vera í hálfgerðu áfalli yfir viðbrögðum margra í kjölfarið þar sem kyn og aldur ráðherra sé ítrekað dregið inn í umræðuna.

Sjá einnig: „Ferlið í raun ekkert annað en óboðlegt“

„Bæði á samfélagsmiðlum og í samtölum er kyn ráðherra og aldur margítrekað dreginn inn í umræðuna. Því er jafnvel haldið blákalt fram að hún sé einhvers konar leppur formanns flokksins eða heilalaus skrautfjöður hans. Dómsmálaráðherra er þrítug kona sem hefur lokið MA prófi í lögfræði, hefur starfað í lögreglunni, á lögmannsstofu og sem blaðamaður, hún hefur verið formaður allsherjar- og menntamálanefndar, formaður utanríkismálanefndar og verið þingmaður í fjögur ár,“ skrifar Hilda Jana á Facebook síðu sinni.

„Ef vinum mínum og kunningjum skortir önnur orð til að kalla hana en „ungpíu“ eða eitthvað í þeim dúr, þá get ég bent á að það gæti verið ágætt að kalla hana það sem hún er: dómsmálaráðherra. Hitt er svo allt annað mál að við getum gagnrýnt ákvarðanir þessa sama ráðherra harðlega, en mikið vildi ég óska að við gætum gert það málefnalega en ekki með þessum löngu úrelta hætti.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó