Isavia opna fyrir tilboð í hönnun nýrrar flugstöðvar á Akureyri

Isavia opna fyrir tilboð í hönnun nýrrar flugstöðvar á Akureyri

Isavia Innanlandsflugvellir ehf. hafa tilkynnt um útboð þar sem auglýst er eftir tilboðum í fullnaðarhönnun á viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli ásamt hönnun breytinga á núverandi flugstöð til að mæta aukinni þörf vegna millilandaflugs.

Markmiðið er að bæta aðstöðu og þjónustu við flugfarþega til og frá flugvellinum. Um er að ræða 1000 fermetra stálgrindarbyggingu fyrir millilandaflug og aðlögun núverandi flugstöðvar að breyttri notkun.

Sjá einnig: Aðstaðan á Akureyrarflugvelli ekki boðleg

Kostnaður er áætlaður um 900 milljónir króna, þar af 200 milljónir á þessu ári í hönnun og undirbúning framkvæmda.

UMMÆLI