Færeyjar 2024

Jóhann Helgi gifti sig í takkaskóm

Jóhann Helgi gifti sig í takkaskóm

Akureyringarnir Jóhann Helgi Hannesson og Elín Dóra Birgisdóttir giftu sig í gær. Skóbúnaður Jóhanns í brúðkaupinu hefur vakið athygli. Jóhann Helgi spilar fótbolta með Þór og hann var mættur í takkaskóm í brúðkaupið.

Sjá einnig: Jóhann Helgi markahæsti leikmaður í sögu Þórs

Jóhann var í hvítum skrúfutakkaskóm á mynd sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum. Fréttamaðurinn Óðinn Svan birti mynd af Jóhanni á Twitter í gær.

„Jóhann reimaði á á sig skrúfutakkana í hádeginu i gær. Setti eitt á móti Gróttu og setti svo þrennu í Akureyrarkirkju i dag,“ skrifar Óðinn á Twitter. Kollegi Jóhanns úr Selfossi, Gary Martin, var hrifinn af uppátækinu og fleiri hafa tjáð sig um þetta skemmtilega atvik á Twitter:

Sambíó

UMMÆLI