NTC

Jóhann Helgi leggur skóna á hilluna eftir tímabilið

Jóhann Helgi leggur skóna á hilluna eftir tímabilið

Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs í fótbolta ætlar að leggja takkaskóna á hilluna eftir tímabilið. Hann greindi frá þessu í viðtali við Fótbolta.net eftir 1-0 tap Þórsara gegn ÍBV fyrr í dag.

Jóhann segir ástæðuna vera sá að hann nenni ekki að lenda í fleiri höfuðhöggum inni á vellinum en hann hefur lent í þeim ófáum á ferlinum.

„Þeir vildu meina að ég hafi verið kominn á einhvern núll punkt og ætti að vera búinn að jafna mig fyrir tveimur árum síðan en svo kom næsta höfuðhögg og þá var þetta bara komið á sama stað. Það er leiðinlegt þegar hausinn er ekki í lagi og þá er þetta ekki jafn gaman þegar þarf svona lítið og þá steinliggur maður og þarf að fara útaf eftir 15 mínútur, þetta er bara frekar ömurlegt,“ segir Jóhann í samtali við Fótbolta.net

Sjá einnig: Jóhann Helgi gifti sig í takkaskóm

„Það eru 19 dagar eftir, ætla bara að reyna njóta þeirra og klára þetta með sæmd,“ segir Jóhann sem er markahæsti leikmaður í sögu knattspyrnufélagsins Þórs.

Jóhann Helgi er fæddur árið 1990 og hefur leikið allan sinn feril hjá Þór fyrir utan eitt sumar þegar hann spilaði með Grindavík.

Sambíó

UMMÆLI