NTC netdagar

Kominn púki í KÁ/AKÁ – Hlustaðu á nýjasta lag kappans

Úr myndbandi við lagið Yuri

Akureyrski rapparinn KÁ/AKÁ gaf út nýtt lag í hádeginu í dag en þessi eitursvali kappi undirbýr sig nú af krafti fyrir tónlistarhátíðina Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum eftir nokkra daga.

Lagið ber nafnið PÚKI og segir KÁ/AKA eftirfarandi um lagið: ,,Þegar allt er gott og blessað, þá kemur alltaf einhver djöfulsins púki í mann. Vonandi fílið þið þetta. Ég droppa svo öðru lagi á miðvikudaginn, deginum fyrir solstice. SJÁUMST ÞAR.“

Hægt er að spila lagið í spilaranum hér að neðan. Njótið vel.

Sjá einnig

„Að vera rappari á Akureyri er hark“

Sambíó

UMMÆLI