Kristjánsbakarí segir upp starfsmönnum á Akureyri

Kristjánsbakarí segir upp starfsmönnum á Akureyri

Kristjánsbakarí á Akureyri hefur sagt upp þrjátíu og fimm starfsmönnum. Þetta er liður í endurskipulagningu bakarísins sem var stofnað árið 1912 og er eitt elsta iðnfyr­ir­tæki lands­ins.

Sjá einnig: Breytingar á rekstri Kristjánsbakarís

Fram kom í svari við fyrirspurn Kaffið.is á dögunum að rekstur fyrirtækisins hefði verið þungur undanfarin ár og þá sérstaklega í kjölfar Covid-19.

Vil­hjálm­ur Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Gæðabakst­urs, sem á og rek­ur Kristjáns­bakarí, seg­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann í dag að reynt verði að end­ur­ráða sem flesta starfs­menn að lok­inni end­ur­skipu­lagn­ing­unni. Hann segir að stór liður í þessum aðgerðum sé að tryggja starfsemina á Akureyri.

Auk uppsagnanna mun framleiðsla á vörum sem seldar eru á höfuðborgarsvæðinu undir merkjum fyrirtækisins framvegis fara fram í Reykjavík.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í ViðskiptaMogg­an­um í dag. 


UMMÆLI