Krónan stefnir enn á að opna verslun á Akureyri

Krónan stefnir enn á að opna verslun á Akureyri

Eigendur Krónunnar vinna enn að opnun verslunnar á Akureyri en koma verslunarinnar í bæinn hefur staðið til frá því árið 2016. Samkvæmt Vikudegi hafa áform um staðsetningu verslunarinnar á Akureyri ekki breyst og stefnt er að því að opna verslun á Glerárgötureitnum.

Sjá einnig: Hvað vantar Akureyringa sem Reykvíkingar hafa?

Erfiðlega hefur gengið að fá samþykkt nýtt deiliskipulag á fyrirhuguðu framkvæmdarsvæði og því hefur koma verslunarinnar tafist.

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir í samtali við Vikudag að vonast sé til þess að deiliskipulagið verði klárað á fyrri hluta þessa árs og ef að allt gangi upp núna á vormánuðunum sjái þau fram á að geta hafið framkvæmdir.

Ef allt gengur eftir gæti verslunin komið til Akureyrar seint árið 2021.


UMMÆLI

Sambíó