Laun dregin af kennurum sem ganga út

Síðuskóli á Akureyri

Síðuskóli á Akureyri

Kennarar á Akureyri, hafa líkt og kollegar sínir víða á landinu, gengið úr vinnu undanfarið og sýnt samstöðu í kjaradeilu sinni við sveitafélögin. Hingað til hafa kennarar gengið úr vinnu tvisvar í nóvember og samkvæmt heimildum Kaffið.is stendur til að gera slíkt hið sama á morgun, 30. nóvember verði ekki búið að semja.

Sjá einnig: Kennarar fylltu ráðhúsið – Myndir

Skólastjórnendur hafa leitað eftir viðbrögðum frá bæjaryfirvöldum og hafa fengið þau svör að nú liggur fyrir að laun kennara sem fara úr vinnu verði skert þó þau eigi inni yfirvinnu.

Lára V. Júlíusdóttur, sérfræðingur í vinnurétti sagði í viðtali við fréttastofu Rúv fyrr í mánuðinum að hægt væri að sekta fyrri vinnustöðvun í kjaradeilum þó það væri sjaldan gert.

Sjá einnig: Grunnskólakennarar labba út

Mikil reiði er meðal kennara á Akureyri vegna málsins en sumir líta á þetta sem hótun frá bæjaryfirvöldum á meðan aðrir segja þetta tilraun til sundrungar innan stéttarinnar og geri lítið úr baráttu þeirra. Svipuð fyrirmæli hafa ekki verið gefin út í öðrum bæjarfélögum.

UMMÆLI