Færeyjar 2024

Ljót tækling í leik KA og ÍA – Takkarnir í klofið á HallgrímiHallgrímur Mar. Mynd: Hafliði Breiðfjörð/fótbolti.net

Ljót tækling í leik KA og ÍA – Takkarnir í klofið á Hallgrími

KA menn héldu góðu gengi sínu í Pepsi Max deild karla í fótbolta áfram í gær þegar liðið vann öruggan 2-0 sigur á ÍA á Akranesi. Ljótt atvik átti sér þó stað í lok leiksins þegar leikmaður ÍA braut harkalega á Hallgrími Bergmann leikmanni KA.

Sjá einnig: Gott gengi KA manna heldur áfram – Toppsætið í augsýn

 Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, fór illa í Hallgrím og uppskar verðskuldað rautt spjald. Hallgrímur var heppinn að slasast ekki illa en hann virtist þó hafa húmor fyrir atvikinu eftir leik ef marka má samfélagsmiðla hans. Hallgrímur birti myndband af atvikinu á Twitter aðgangi sínum og vitnaði í frægt atriði úr 70 mínútum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem leikmaður KA verður fyrir ljótri tæklingu en Kári Gautason lenti illa í því gegn Leikni í maí. Þá fékk Octavio Paez, leikmaður Leiknis, rautt spjald.

Sjá einnig: Ljót tækling í leik KA og Leiknis – „Þetta er líkamsárás“

Sambíó

UMMÆLI