Lögð áhersla á að klára að bólusetja þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma

Lögð áhersla á að klára að bólusetja þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma

Í þessari viku og næstu verður lögð áhersla á að klára að bólusetja þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma á Norðurlandi auk þess sem haldið verður áfram að fara niður árgangalistana.

Sjá einnig: Bólusetningar á Norðurlandi í vikunni

Astra Zeneca bóluefnið er notað til að fara niður árgangalistana og í að bólusetja þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og mega fá Astra Zeneca. En það bóluefni er ekki frábending fyrir alla þá sem hafa undirliggjandi sjúkdóma.

Pfizer og Janssen bóluefnin verða notuð til að klára að bólusetja þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og mega ekki fá Astra Zeneca.

„Hópurinn sem er með undirliggjandi sjúkdóma er stór og því tekur tíma að klára hann en þegar hann er búinn þá verður farið í næstu forgangshópa sem eru starfsmenn á skipa og flugáhöfnum sem þurfa að fara erlendis og starfmönnum í leikskólum. Síðan verða þeir sem eftir eru í forgangi 8 s.s. starfmenn í grunn- og framhaldsskólum og starfsmenn félagsþjónustunnar bólusettir,“ segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó