Lögregla telur sig hafa þá í haldi sem eru viðriðnir málið

Lögregla telur sig hafa þá í haldi sem eru viðriðnir málið

Lögreglan hefur mál til rannsóknar er varðar mannslát á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Gerð hefur verið krafa um gæsluvarðhald yfir þremur aðilum er hafa stöðu sakbornings í málinu en úrskurður liggur ekki fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Sjá einnig: Grunur um manndráp í Ólafsfirði

Auk hins látna var einn aðili á vettvangi með áverka og fékk hann aðhlynningu á sjúkrahúsi. Vettvangsrannsókn er lokið og hefur verið farið fram á réttarkrufningu yfir hinum látna.

Rannsókn málsins er í fullum gangi og miðar að því að upplýsa málsatvik. Lögregla telur sig hafa þá í haldi sem eru viðriðnir málið.

UMMÆLI