Færeyjar 2024

Lögreglan leitar vitna að líkamsárás á Akureyri

Lögreglan leitar vitna að líkamsárás á Akureyri

Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar nú eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á tjaldsvæði Bílaklúbbs Akureyrar síðastliðið laugardagskvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Facebook í dag.

Sjá einnig: Mikill erill lögreglu á Bíladögum

Tilkynning lögreglu:

Lögreglan leitar til almennings – vitnaleit. Lögreglan á Norðurlandi eystra óskar eftir upplýsingum frá vitnum af líkamsárás er átti sér stað í kringum miðnætti að kvöldi laugardagsins þann 19. júní síðastliðins á tjaldsvæði Bílaklúbbs Akureyrar, en nálægt brotavettvangi stóð svört rúta.

Öll vitneskja um málið er vel þegin og er óskað eftir því að þeir sem eitthvað um málið vita hafi samband sem fyrst í síma 4442800, þar sem upplýsingar verða teknar niður.

Sambíó

UMMÆLI