Prenthaus

Lögreglan leitar vitna að líkamsárás við BSO

Lögreglan leitar vitna að líkamsárás við BSO

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur auglýst eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað við Bifreiðastöð Oddeyrar á aðfaranótt sunnudagsins 10. október síðastliðinn.

Lögreglan óskar einnig eftir því að komast í samband við ökumann hvítrar Land Rover Discovery bifreiðar sem sótti aðila í Kaupvangsstræti við veitingastaðinn Rub sömu nótt, skömmu eftir líkamsárásina.

Lögreglan biður þá sem hafa upplýsingar sem gætu tengst þessu að hafa samband við lögregluna í gegnum síma 4442800, netfangið nordurland.eystra@logreglan.is eða senda einkaskilaboð á Facebook síðu lögreglunnar.

Þetta er í annað sinn í vikunni sem að lögreglan leitar vitna að líkamsárás en á mánudaginn auglýsti lögreglan eftir vitnum að meintri líkamsárás sem átti sér stað á Hafnarstræti á Akureyri, skammt frá pylsuvagninum, um korter í eitt á aðfaranótt síðasta sunnudags.

Sjá einnig:

UMMÆLI

Sambíó