Maðurinn fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur

Maðurinn fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur

Maðurinn sem slökkvilið Akureyrar fann rænulausan í brennandi húsi við Hafnarstræti á Akureyri í gær var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gærkvöldi.

Sjá einnig: Eldur í timburhúsi við Hafnarstræti

Fyrst var tilkynnt um eldinn um sjö leytið í gær. Reykkafarar frá slökkviliðinu fóru inn í húsið og fundu rænulausan mann á á miðhæð þess. Aðrir reyndust ekki vera þar innandyra. Maðurinn var fyrst fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri en svo með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Vörður var staðinn við húsið í alla nótt. Rannsókn á upptökum eldsins hefst í dag.

Sambíó

UMMÆLI