Prenthaus

Markmiðið að auka hlutdeild gangandi og hjólandi í ferðum um bæinn

Markmiðið að auka hlutdeild gangandi og hjólandi í ferðum um bæinn

Tillaga að nýju stígakerfi innan Akureyrarbæjar liggur fyrir og er hún sett fram sem breyting að aðalskipulagi 2018-2030. Breytingin felur í sér nýtt heildarskipulag fyrir stígakerfið innanbæjar.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar, segir í viðtali við heimasíðu bæjarins að endurskoðun á núverandi stígakerfi bæjarins hafi verið í gangi undanfarið eitt og hálft ár. Markmið vinnunnar sem er nú í gangi sé að auka hlutdeild gangandi og hjólandi einstaklinga í ferðum um bæinn.

Sjá einnig: Nýtt stígakerfi Akureyrarbæjar

„Það sem við erum kannski helst að vinna í núna er að bæta möguleikana til að nýta reiðhjól í bænum. Það hefur orðið mikil fjölgun á þeim sem nota reiðhjól, jafnvel allt árið í kring, sérstaklega með tilkomu rafmagnsreiðhjóla,“ segir Pétur.

Hann segir að þessu fylgi meiri krafa um aðgreiningu hjólandi og gangandi. Það sé stefna skipulagsins að það verði farið smám saman í framkvæmdir til þess að aðgreina gangandi og hjólandi með sérstígum.

Viðtalið við Pétur má sjá í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó