Mikil eftirspurn eftir matargjöfum á Akureyri

Mikil eftirspurn eftir matargjöfum á Akureyri

Mikil aukning af eftirspurnum fyrir matargjafir á Akureyri hefur verið á þessu ári. Um 220 fjölskyldur hafa verið að fá aðstoð í hverjum mánuði síðan í mars. Eftirspurn eykst enn frekar yfir hátíðarnar.

Facebook-hópurinn Matargjafir Akureyri og nágrenni er hópur sem hjálpar fjölskyldum sem hafa lítið milli handanna um jólin. Það eru þær Sunna Ósk og Sigrún Steinarsdóttir sem halda úti síðunni og sjá um að taka á móti framlögum og dreifa til þeirra sem eiga lítið yfir hátíðarnar.

Sigrún Steinarsdóttir segist reikna með að hjálpa þurfi um 300 fjölskyldum á svæðinu í desember samanborið við 100 á síðasta ári.

Sjá einnig: Matargjafir Akureyrar og nágrennis fékk eina milljón í styrk frá Nettó

„Þetta er fólk á öllum aldri. Mest ungt fólk í vinnu sem er á leigumarkaði og með börn. Einnig einstæðir örkyrkjar með börn, fólk á ellilífeyri, einstæðingar og fleira,“ segir Sigrún við Kaffið.

Hún segir bæjarbúa Akureyrar vera mjög duglega að aðstoða. „Án þeirra hefðum við ekki getað haldið þessari starfsemi gangandi í rúm sex ár. Við auglýsum inn á Facebook hópnum og fólk bregst alltaf við og aðstoðar.“

Um 2300 einstaklingar eru skráðir í Facebook-hópinn sem hefur vaxið hratt undanfarin ár. Þeir sem vilja aðstoða geta farið með mat í Snægil 21, íbúð 102, gefið bónuskort eða lagt inn á bankareikning 1187-05-250899. Kennitala 670117-0300.

UMMÆLI