Mokuðu snjó fyrir utan Hlíð og Lögmannshlíð

Mokuðu snjó fyrir utan Hlíð og Lögmannshlíð

Leikmenn og þjálfarar úr handboltaliði Þórs mættu vopnaðir skóflum fyrir utan Öldrunarheimilið Hlíð og Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð í gær og hreinsuðu snjó frá neyðarútgöngum, gluggum og öðrum gönguleiðum.

Sjá einnig: Friðrik Ómar og Valmar skemmtu íbúum á Öldrunarheimilum Akureyrar – Myndband

Halldór Örn Tryggvason, þjálfari liðsins, segir í samtali við heimasíðu Þórs að handboltakapparnir hafi tekið upp á þessu sjálfir.

„Þarna sést vel það sem ég hef áður sagt, þessir drengir eru tilbúnir að leggja mikið á sig allir sem einn og samheldnin í liðinu er svo mikil. Svo er bara svo gaman að geta orðið að liði á þessum erfiðu tímum og að sjálfsögðu er þetta sjálfboðavinna,“ sagði Halldór.

Myndir sem Palli Jóh tók frá mokstrinum eru á Thorsport.is

Sambíó

UMMÆLI