Myndband: Aron Einar skoraði og valinn maður leiksins

17-gunnarsson265-3215017_231x264

Mikilvægur

Aron Einar Gunnarsson var í aðalhlutverki þegar Cardiff heimsótti Nottingham Forest í ensku B-deildinni í fótbolta í dag.

Aron Einar kom Cardiff í 1-0 eftir tæplega hálftíma leik þegar hann skallaði hornspyrnu Peter Whittingham í netið. Joe Ralls tvöfaldaði forystuna skömmu síðar en á lokamínútum leiksins var dæmd vítaspyrna á Aron sem Henri Lansbury skoraði úr. Lokatölur 2-1 fyrir Cardiff.

Annar sigur liðsins í þessari viku og er liðið nú komið úr fallsæti en óhætt er að segja að innkoma Arons í byrjunarlið Cardiff hafi haft mikil áhrif á gengi liðsins. Aron var valinn maður leiksins af SkySports í dag.

Sjá einnig

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Sambíó

UMMÆLI