Namibísk stjórnvöld krefja Samherja um 2,7 milljarða í skatt

Namibísk stjórnvöld krefja Samherja um 2,7 milljarða í skatt

Namib­ísk stjórn­völd hafa gert 2,7 millj­arða kröfu vegna endurálagn­ing­ar skatta af starf­semi Sam­herja í land­inu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársreikningum Samherja Holding fyrir árin 2019 og 2020 sem hafa verið birtir opinberlega.

Í umfjöllun á Kjarnanum segir að í ársreikningunum sé farið yfir þann málarekstur sem stofnað hefur verið til vegna starfsemi Samherja Holding í Namibíu. Óvissa sé um áhrif málareksturs í Namibíu á starfsemi Samherja Holding sem hafi gert það að verkum að ársreikningurinn sé undirritaður með fyrirvara bæði stjórnar og endurskoðanda.

Einnig er greint frá því að Samherji hf, systurfélag Samherja Holding hafi greitt um 17 milljónir danskra króna til færeyskra skattyfirvalda. Nánar er fjallað um málið á Kjarninn.is.

Sjá einnig: Telur Samherja hafa brotið færeysk lög

Á vef Samherja segir að uppgjörið sýni traustan rekstur. Hagnaður af rekstri Samherja Holding á árinu 2020 nam 27,4 milljónum evra og 1,4 milljónum evra á árinu 2019.

„Eins og ársreikningarnir sýna er Samherji Holding ehf. sterkt félag með mikla möguleika til framtíðar litið. Efnahags- og lausafjárstaðan er góð og sú vinna sem ráðist hefur verið í á undanförnum mánuðum mun skila árangri. Þrátt fyrir áföll í rekstrinum er ég bjartsýnn á framtíðina því hjá okkur starfar gott fólk. Samherji Holding er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með starfsemi víða um heim. Íslendingar eiga að vera ófeimnir við að taka þátt í atvinnurekstri erlendis. Við eigum að nýta hátt menntunarstig, þekkingu okkar og reynslu í fyrirtækjarekstri á erlendum vettvangi,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja Holding ehf á Samherji.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó