Telur Samherja hafa brotið færeysk lögSkjáskot:RÚV

Telur Samherja hafa brotið færeysk lög

Færeyski skattasérfræðingurinn Eyðfinnur Jacobsen telur að Samherji hafi brotið færeysk lög þegar Íslendingur úr áhöfn togara í eigu Samherja, sem var gerður út í Namibíu, fékk laun greidd frá færeyska félaginu Tindholmur. Þetta kemur fram í heim­ild­ar­mynd sem sýnd var í fær­eyska sjón­varp­inu í gærkvöld og unnin var í sam­starfi við Kveik og Wiki­leaks.

Samherji stofnaði félagið Tindholmur í Færeyjum árið 2011 og talið er að fleiri sjómenn Samherja í Namibíu hafi fengið laun frá félaginu. Einn Íslendingur sem Kveikur ræddi við í gær kveðst sjálfur hafa verið ranglenga skráður í áhöfn færeysks flutningaskips í eigu Samherja. Útgerðum býðst 100 pró­sent end­ur­greiðsla á skatt­greiðslum áhafna slíkra skipa.

Sjá einnig: Þorsteinn Már kærir fyrrverandi framkvæmdastjóra félaga sem tengjast Samherja

Fyrir vikið er talið að sjómennirnir hafi ekki greitt skatta í Namibíu og Sam­herji þurfti því́ ekki að bæta þeim upp tekju­tap vegna slíkra skatt­greiðslna.

Eyðfinnur Jacobsen telur að um augljóst brot á færeyskum lögum sé að ræða með þessu fyrirkomulagi þótt það sé namibíska ríkið sem sitji uppi með tapið.

Björn á Heyg­um, fyrr­ver­andi þing­maður í Fær­eyjum sem var stjórn­ar­for­maður Tind­holms þar til félag­inu var slitið árið 2020 og sem hefur setið í stjórnum fjölda félaga í eigu Sam­herja síð­ustu þrjá ára­tugi, seg­ist hafa verið blekkt­ur. Hann hafi ekki haft neina vit­neskju um þetta fyr­ir­komu­lag við greiðslu launa. Björn seg­ist ganga út frá því að það væri for­stjóra og eig­enda Sam­herja að til­kynna honum um hvað væri í gang­i. 

Heim­ild­ar­myndin var sýnd í fær­eyska sjón­varp­inu í gær en hægt er að sjá umfjöllun RÚV um málið með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó