Gæludýr.is

Natan Dagur syngur í 8 manna úrslitum í kvöld

Natan Dagur syngur í 8 manna úrslitum í kvöld

Natan Dagur Benediktsson mun stíga á svið í 8 manna úrslitum í The Voice Norway í kvöld. Útsendingin hefst klukkan 18.00 á íslenskum tíma.

Sjá einnig: Natan Dagur komst áfram eftir glæsilegan flutning á Vor í Vaglaskógi

Natan komst áfram í 8 manna úrslitin með mögnuðum flutningi á íslenska laginu Vor í Vaglaskógi. Nú keppir hann við 7 aðra um að komast í sex manna hópinn sem fer áfram.

Íslendingar geta kosið Natan í kvöld en það er hægt í gegnum vefsíðu TV2.no eftir að þátturinn í kvöld hefst.

„Natan er þakklátur þeim góðum stuðning sem hann hefur fengið og ég bið ykkur endilega að gefa ykkur tíma að styðja hann ef ykkur langar að fá að sjá meira af honum í keppninni. Hver og einn getur kosið þrisvar. Þið farið semsagt inná www.tv2.no þar efst verður borði sem á stendur The Voice, þið klikkið á hann og þá tengist þið við svæðið þar sem hægt að velja þann sem þið viljið styðja,“ skrifar Benedikt Viggósson, faðir Natans á Facebook.

Sambíó

UMMÆLI