Nemendur MA söfnuðu yfir 700 þúsund krónum fyrir Aflið

Nemendur MA söfnuðu yfir 700 þúsund krónum fyrir Aflið

Fulltrúar Hugins, skólafélags MA, afhentu formanni Aflsins söfnunarfé sem safnaðist í Góðgerðarviku skólans í lok mars þegar þeir heimsóttu málþing Aflsins í Borgum við Norðurslóð á Akureyri. Þetta kemur fram á vef MA.

Sjá einnig: Borða 100 pylsur, spila fyrir pening á götum bæjarins og tattú með nafni skólameistarans

Markmið Aflsins er að berjast gegn kynferðis- og heimilisofbeldi sem og öðru ofbeldi. Tilefni málþingsins í gær var 20 ára starfsafmæli samtakanna.

Þau Aron Snær Eggertsson, Arndís Erla Örvarsdóttir, Jóhannes Óli Sveinsson og Kolbrún Perla Þórhallsdóttir afhentu formanni Aflsins, Elínu Björgu Ragnarsdóttur, ávísun upp á 726.330 krónur.

Sambíó

UMMÆLI