Færeyjar 2024
Kvennaathvarfið

Nýtt norðlenskt fótboltahlaðvarp hefur göngu sína

Nýtt norðlenskt fótboltahlaðvarp hefur göngu sína

Hlaðvarpið Bolurinn hóf göngu sína á dögunum. Hlaðvarpið er tekið upp í Podcast Stúdíói Akureyrar og fyrstu þrír þættirnir eru nú aðgengilegir á streymisveitum.

Aksentije Milisic, Daníel Smári Magnússon, Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson og Ólafur Haukur Tómasson eru umsjónarmenn hlaðvarpsins þar sem umræðuefnið er fótbolti. Fjallað er um fótbolta með sérstakri áherslu á Norðurland.

„Við munum taka fyrir það helsta sem er að gerast í boltanum, en veita því sem er að gerast fyrir norðan sérstaka athygli og þeim leikmönnum sem eru að norðan. Svo erum við auðvitað allir fárveikir stuðningsmenn enska boltans, þannig hann mun eiga stórt pláss í þættinum,“ segja þáttastjórnendur í spjalli við Kaffið.

„Hlustendur mega eiga von á léttum og skemmtilegum umræðum um boltann og að Norðlendingar fái þá umfjöllun í hlaðvarpi sem þeir eiga skilið. Við stefnum á að vera einnig með gjafaleiki í kringum HM og aðra viðburði. Þannig það er líka til mikils að vinna með því að hlusta. Svo eru komnar smá pælingar með að fá þjálfara, leikmenn og gamlar kempur í smá spjall og jafnvel reyna að draga upp úr þeim einhverjar skemmtilegar sögur.“

Hlustaðu á hlaðvarpið Bolurinn hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó