Síðastliðinn laugardag fengu Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands 1 milljón króna frá Oddfellowstúkunni Laufey nr 16. Féð á að nota til búnaðarkaupa í húsnæði í Götu sólarinnar við Kjarnaskóg. Húsnæðið er ætlað fyrir einstaklinga sem af einhverjum ástæðum geta ekki dvalið heima og þurfa líknarþjónustu utan sjúkrahúss og þurfa umönnun heimahlynningar.
Hollvinir SAk hafa einnig gefið ýmis heimilistæki bæði stór og smá í húsnæðið. „Það er afar mikilvægt að geta búið húsnæðið vel bæði til að auðvelda þeim sem þar dvelja og ekki síður fyrir starfsfólk heimahlynningar,“ segir í tilkynningu á Sak.is
Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) munu reka húsnæðið í sameiningu og tóku stofnanirnar formlega við húsnæðinu þann 15. september.
Sjá einnig: Nýtt hús fyrir líknar- og lífslokameðferð á Akureyri
UMMÆLI