Ökumaður olíubifreiðarinnar alvarlega slasaður

Ökumaður olíubifreiðarinnar alvarlega slasaður

Ökumaður olíubifreiðar sem valt á Öxnadalsheiði fyrir skömmu er talinn alvarlega slasaður. Verið er að flytja hann á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þetta kemur fram á Mbl.is.

Sjá einnig: Öxnadalsheiði lokuð vegna umferðarslyss

Öxnadalsheiði er nú lokuð fyrir umferð um óákveðinn tíma vegna slyssins. Þegar búið er að aðstoða manninn verður farið í það að takmarka olíumengun á svæðinu.

Bú­ast má við að veg­ur­inn verði lokaður fram­eft­ir degi þar sem ein­hverj­ar klukku­stund­ir muni taka að dæla ol­í­unni af bíln­um.


UMMÆLI

Sambíó