beint flug til Færeyja

Öldrunarheimili Akureyrar fá vínveitingarleyfi

Öldrunarheimili Akureyrar hafa fengið vínveitingaleyfi. Sótt var um leyfi í haust og mikil tilhlökkun hefur verið fyrir því að fá leyfið en kráarkvöld eru haldin reglulega á öldrunarheimilunum.

Í tilkynningu á heimasíðu ÖA segir:

Áhersla hefur verið á sjálfræði og lífsgæði íbúa ÖA og að þeir njóti lífsgæða eins og aðrir þegnar samfélagsins. Kráarkvöld hafa verið haldin í Hlíð í um 15 ár, að jafnaði einu sinni í mánuði ,auk hátíðarviðburða og þorrablóta. Mikilvægur þáttur í starfsemi ÖA er að stuðla að ánægjulegum samverustundum og tilefnum til að ættingjar og aðrir komi og eigi þar góða samveru. Til þess að einfalda innkaup, bæta þjónustuna og minnka fyrirhöfnina þegar kemur að kráarkvöldum og öðrum viðburðum sem fram fara hér innanhúss var sótt um leyfi til vínveitinga, líkt og mörg önnur hjúkrunarheimili hafa gert. Við tilkynnum þá með ánægju að ÖA hefur verið veitt slíkt leyfi og fögnum við því.

Sjá einnig:

Öldrunarheimili Akureyrar vilja fá vínveitingaleyfi

Sambíó

UMMÆLI