Færeyjar 2024

Opna klúbb á efri hæð Vamos: „Akureyringar verða að fá að dansa“

Opna klúbb á efri hæð Vamos: „Akureyringar verða að fá að dansa“

Í vikunni var opnuð dans-aðstaða á efri hæð skemmtistaðarins Vamos í miðbæ Akureyrar. Halldór Kristinn Harðarson, einn eigandi staðarins, segir að Akureyringar eigi skilið að fá að dansa á djamminu og það þurfi að vera einhver staður í bænum þar sem að það sé möguleiki.

„Það hefur held ég ekki verið neinn staður þar sem fólk getur farið reglulega og dansað á djamminu síðan Pósthúsbarinn lokaði. Þannig við erum mjög ánægð með það að geta boðið upp á þessa þjónustu,“ segir Halldór í spjalli við Kaffið.

Sjá einnig: Opna VAMOS á Ráðhústorgi: „Keyrum á gleði og skemmtilegheitum“

Vamos opnaði við Ráðhústorg á Akureyri síðasta vor en undanfarna mánuði hafa eigendur gert efri hæð hússins tilbúna. Halldór segist ánægður með útkomuna.

„Þetta kemur bara frábærlega út að mínu mati, það verður góð stemning þarna í vetur hugsa ég. Við höfum þegar leigt salinn út fyrir nokkur einkasamkvæmi um helgina og það hefur verið ofboðslega gaman.“

20 ára aldurstakmark verður inn á „Club Vamos“ í vetur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó