Prenthaus

Pepsi spá Kaffið.is – KA hafnar í sjöunda sæti

Pepsi-deild karla er að hefjast

KA hafnar í sjöunda sæti Pepsi-deildar karla þegar uppi verður staðið í haust ef marka má spá spekinga Kaffisins en keppni í Pepsi-deildinni hefst á morgun með þremur leikjum.

KA-menn hefja leik á mánudag þegar þeir heimsækja Breiðablik á Kópavogsvöll og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikum er spáð 5.sæti og ljóst að um hörkuleik verður að ræða í Kópavogi á mánudag.

Íslandsmeistarar FH munu verja titilinn en afar mjótt var á munum á milli FH og KR sem er spáð öðru sæti. Þrír af fimm spekingum spá Grindavík falli og allir eru á því að Víkingur Ólafsvík endi í neðsta sæti deildarinnar.

Spá Kaffið.is

1.FH
2.KR
3.Valur
4.Stjarnan
5.Breiðablik
6.Fjölnir
7.KA
8.Víkingur R.
9.ÍA
10.ÍBV
11.Grindavík
12.Víkingur Ó.

Dómnefnd Kaffisins skipa

Árni Víðir Jóhannesson (Sparkspekingur)
Eva Björk Benediktsdóttir (Fjölmiðlakona)
Hlynur Birgisson (Fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu)
Karen Nóadóttir (Knattspyrnuþjálfari)
Viðar Skjóldal (Enski boltinn á Snapchat)

Sjá einnig

KA hefur leik í Pepsi-deildinni – Allt sem þú þarft að vita

UMMÆLI