KA hefur leik í Pepsi-deildinni – Allt sem þú þarft að vita

KA hefur leik í Pepsi-deildinni – Allt sem þú þarft að vita

KA hefur leik í Pepsi-deild karla á mánudag þegar liðið heimsækir Breiðablik á Kópavogsvöll. KA eru nýliðar í Pepsi-deildinni eftir að hafa unnið Inkasso-deildina á síðustu leiktíð. KA mætir til leiks með svipað lið og í fyrra undir styrkri stjórn Srdjan Tufegzdic, eða Túfa, sem hefur þjálfað liðið síðan hann tók við af Bjarna Jóhannssyni í ágúst 2015.

Sjá einnig: Steinþór Freyr Þorsteinsson í KA – KA aftur í efstu deild eftir 12 ára fjarveru – Darko Bulatovic verður með KA í sumar – Emil Lyng mun leika með KA í sumar

Juraj Grizelj og Pétur Heiðar Kristjánsson eru horfnir á braut síðan í fyrra. Sá fyrrnefndi fór í Keflavík en síðarnefndi til Magna á Grenivík. KA-menn hafa bætt við sig svartfellska vinstri bakverðinum Darko Bulatovic, danska sóknarmanninum Emil Lyng og Steinþóri Frey Þorsteinssyni sem kom frá Sandnes Ulf í Noregi en hefur leikið með Breiðablik og Stjörnunni hér á landi.

Guðmann Þórisson er fyrirliði KA í sumar

KA-menn áttu virkilega góða spretti í Lengjubikarnum þar sem liðið gerði sér til að mynda lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara FH 1-0. Þeir unnu sinn riðil þar sem aðeins einn leikur tapaðist, gegn Víking R. KA fór alla leið í undanúrslit Lengjubikarsins þar sem liðið tapaði fyrir Grindavík í vítaspyrnukeppni.

KA vann Inkasso-deildina á síðustu leiktíð örugglega og leikur því á meðal þeirra bestu í fyrsta skipti í tólf ár eða frá því liðið féll úr Landsbankadeildinni árið 2004. Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni er KA spáð ágætu gengi og eru um miðja deild í flestum spám sem birst hafa undanfarna daga. Kaffið hefur fengið valinkunna einstaklinga til að spá í Pepsi-deildina í sumar og verður sú spá birt síðar í dag.

Fyrsti leikur KA er gegn Breiðablik á Kópavogsvelli en Blikar höfnuðu í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð. Síðast þegar KA heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll vann KA 0-1 sigur þar sem Ævar Ingi Jóhannesson gerði sigurmarkið á 98.mínútu en um var að ræða leik í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins 2015 sem fór alla leið í framlengingu.

KA hefur leik á Kópavogsvelli

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik

Leikmannahópur KA

Markmenn
Srdjan Rajkovic
Aron Dagur Birnuson

Varnarmenn
Baldvin Ólafsson
Hrannar Björn Steingrímsson
Guðmann Þórisson
Davíð Rúnar Bjarnason
Callum Williams
Bjarni Aðalsteinsson
Ívar Örn Árnason
Darko Bulatovic

Miðjumenn
Halldór Hermann Jónsson
Archange Nkumu
Aleksandar Trninic
Almarr Ormarsson
Daníel Hafsteinsson
Bjarki Þór Viðarsson
Ólafur Aron Pétursson

Sóknarmenn
Ásgeir Sigurgeirsson
Hallgrímur Mar Steingrímsson
Steinþór Freyr Þorsteinsson
Emil Lyng
Elfar Árni Aðalsteinsson
Áki Sölvason
Frosti Brynjólfsson
Angantýr Máni Gautason

Sjá einnig

Markmiðið að mæta á alla leiki og styðja liðið af fullum krafti

UMMÆLI

Sambíó