Rannsóknir á andláti og drátt­ar­vél­ar­slysi halda áfram á morgun

Rannsóknir á andláti og drátt­ar­vél­ar­slysi halda áfram á morgun

Rann­sókn á and­láti karl­manns, sem fannst lát­inn í Laxá í Aðal­dal í nótt, verður fram haldið á morg­un, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Norður­landi eystra. Þetta kemur fram á mbl.is.

Sjá einnig: Maður fannst látinn í Laxá í Aðaldal

Rannsókn á tildrögum dráttarvélaslyss sem varð í Hrísey í gær verður einnig haldið áfram á morgun en rannsóknardeild lögreglunnar er ekki að störfum í dag enda helgidagur.

Engar upplýsingar voru gefnar upp um líðan mannsins en í upplýsingum frá lögreglunni í gær kom fram að meiðslin gætu verið meiriháttar.

Sjá einnig: Erill hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í dag

Sambíó

UMMÆLI