Samhjól á Akureyri til styrktar Rúnari Berg og fjölskyldu

Samhjól á Akureyri til styrktar Rúnari Berg og fjölskyldu

Þann 11. september næstkomandi ætla vinir fjölskyldu Rúnars Bergs Gunnarssonar að halda samhjól á Akureyri til styrktar Rúnari Berg og fjölskyldu. Rúnar er fimm ára drengur frá Akureyri sem greindist með hvítblæði fyrr í sumar.

Foreldrar Rúnars tóku eftir því að hann hefði verið ólíkur sjálfum sér vegna veikinda. Ingi­björg Huld­a Jóns­dótt­ir, móðir hans sem er hjúkrunar­fræð­ing­ur á Sjúkr­a­hús­in­u á Akur­eyr­i, ákvað að taka blóðprufu og tók strax eftir því að ekki væri allt í lagi. Fjölskyldunni var flogið suður og Rúnar var greindur með hvítblæði stuttu síðar.

Foreldrar Rúnars eru í hjólasenunni fyrir norðan og faðir hans, Gunnar Jarl hefur leitt barnastarf HFA ásamt því að vera öflugur í stjórnunarstörfum, brautargerð og öðru innan HFA. HFA stendur ekki fyrir viðburðinum, en tekur við skráningum fyrir hópinn og heldur utan um þá fjármuni sem safnast. Þeir renna svo óskertir beint til fjölskyldunnar.

Sjá einnig: Söfnunarreikningur settur upp fyrir Rúnar Berg

„Bæði verður boðið upp á samhjól í Enduro (fjallahjól) og á götuhjólum. Í Enduro er hugmyndin er að safnast saman uppi í Hlíðarfjalli klukkan 11 og hjóla saman ákveðnar leiðir í fjallinu, fara yfir Glerá og hjóla suður í Kjarnaskóg. Í lok samhjóls (síðustu sérleið) má vel vera að bryddað verði uppá smá nýjungum.Í götusamhjóli verður væntanlega hjólaður klassískur Eyjafjarðahringur. Upphafsstaður verður á Hömrum í Kjarnaskógi, og þar verður hægt að skilja eftir aukaföt og skó ef fólk vill. Tímasetning verður auglýst þegar nær dregur, en samhjólið hefst líklega á milli 13 og 14. Báðir hópar enda í Kjarnaskógi, þar sem Kjarnafæði, Bruggsmiðjan Kaldi og fleiri fyrirtæki munu bjóða upp á til góðar veitingar fyrir þátttakendur. Aðstandendur hafa safnað saman miklum fjölda flottra útdráttarvinninga frá hjólabúðum, veitingahúsum og hinum ýmsu aðilum, vinningar verða kynntir þegar nær dregur. Styrktarsamhjólið á fyrirmynd í Fuck Cancer samhjólunum sem haldin voru fyrir fáeinum árum og nutu mikillar hylli. Í boði er að kaupa einn stakan miða fyrir fullorðinn á 4000 kr, tvo saman á 6000 kr, og svo fjölskyldumiða fyrir 8000 kr,“ segir í tilkynningu HFA.

Hægt er að kaupa miða á vefverslun HFA með því að smella hér. Nánari upplýsingar um tímasetningar og öðru verða sendar til þátttakenda þegar nær dregur.

Á dögunum var settur upp söfnunarreikningur fyrir Rúnar og fjölskyldu.

Styrkt­ar­sjóð­ur Rún­ars:

Kenn­i­tal­a: 020892-3749

Reikn­ings­núm­er: 0511-14-011788

UMMÆLI

Sambíó