Sandra skoraði tvö í fyrsta leiknum fyrir Slavia Prag

Sandra María Jessen lék í gærkvöldi sinn fyrsta leik fyrir tékkneska liðið Slavia Prag. Sandra sem er á láni hjá liðinu var í byrjunarliðinu þegar liðið mætti pólska liðinu Medyk Konin í æfingaleik.

Leiknum lauk með 5-1 sigri Slavia Prag. Sandra skoraði tvö mikilvæg mörk en hún kom liði sínu yfir í 2-1 í leiknum og skoraði svo þriðja markið einnig.

Tékkneska deildarkeppnin er í vetrarfríi en fer af stað aftur 23. febrúar næstkomandi. Slavia Prag spilar bikarleik 17. febrúar næstkomandi.

Slavia Prag og Sparta Prag eru efst og jöfn í deildinni en Slavia er eina taplausa liðið og á leik til góða á keppinauta sína.

Sjá einnig:

Sandra María spilar í tékknesku deildinni – Draumurinn að fara í atvinnumennsku

UMMÆLI

Sambíó