Múlaberg

Seldist upp fyrstu dagana í nýja bakaríinu: „Erum í skýjunum með þetta“

Seldist upp fyrstu dagana í nýja bakaríinu: „Erum í skýjunum með þetta“

Brauðgerðarhús Akureyrar opnaði í Sunnuhlíð um síðustu helgi. Örvar Már Gunnarsson, annar eigandi staðarins, segist vera í skýjunum með viðtökurnar. Fyrstu tvo dagana seldist upp í bakaríinu.

Sjá einnig: Nýtt bakarí opnar í Sunnuhlíð

„Við erum í skýjunum með þetta. Við vorum búnir að undir búa okkur vel fyrir opnunar helgi en vorum ekki að búast við svona svakalegum fjölda að fólki. Allt seldist upp hjá okkur um eitt leytið fyrsta daginn. Við reyndum að bregðast við eins fljótt og við gátum svo sem flestir gæti fengið sitt. Hefðum ekki geta beðið um betri viðtökur,“ segir Örvar í samtali við Kaffið.

Margir hafa fagnað því að fá bakarí í þorpið og þá eru Vegan einstaklingar á Akureyri einstaklega sáttir með nýja bakaríið sem er það fyrsta í bænum sem býður upp á vegan brauðmeti og bakkelsi sem er ekki snúðar.

„Það er örugglega of mikið en ég er búin að fara 3 sinnum í þetta bakarí. Þetta er svo geggjað í flóruna á Akureyri. Eeeelska þetta,“ skrifar kraftlyftingarkonan Hulda B. Waage í athugasemd við færslu um bakaríið í Facebook hópnum Vegan Ísland.

Sambíó

UMMÆLI