Setja upp hraðamyndavélar við gangbrautarljós á Hörgárbraut

Setja upp hraðamyndavélar við gangbrautarljós á Hörgárbraut

Akureyrarbær, Vegagerðin og Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafa komist að samkomulagi um uppsetningu hraðamyndavéla sem til stendur að setja upp við gangbrautarljós á Hörgárbraut.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi á eystra segir að í suttu máli varði þetta uppsetningu á myndavélabúnaði sem er hraða- og rauðljósamyndavél við gangbrautarljós á Hörgárbraut skammt norðan við Tryggvabraut og við Stórholt.

Sjá einnig: Vonbrigði.

„Aðgerðin er liður í bættu umferðaröryggi á umræddum vegkafla, ekki síst fyrir börn sem leggja leið sína yfir Hörgárbraut á leið sinni til og frá skóla. Markmiðið með aðgerðinni er að tryggja að hámarkshraði sé virtur og að auka virðingu fyrir rauðu ljósi almennt. Fyrirhugað samstarf Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar byggir á fordæmi samstarfs Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar fyrir hraðamyndavélar sem eru reknar í Reykjavík,“ segir í tilkynningu.

Um er að ræða nýja tegund af myndavélum sem hafa ekki verið teknar í notkun hérlendis áður en hún er útbúin radartækni til hraðamælinga og verður vélin beintengd umferðarljósunum sem mun nema stöðu ljósanna hverju sinni. Reiknað er með því að hafist verði handa við uppsetningu á umræddum búnaði eftir um það bil tvær vikur.

Sambíó

UMMÆLI