NTC

Sigurður Kristinsson kemur til Akureyrar í dagSkjáskot: RÚV

Sigurður Kristinsson kemur til Akureyrar í dag

Sigurður Kristinsson mun koma heim til Akureyrar með sjúkraflugi í dag miðvikudaginn 12. október ásamt dóttur sinni, lækni og hjúkrunarfræðingi. Flogið verður með norska flugfélaginu Airwings beint frá Murcia flugvelli til Akureyrar með millilendingu í Glasgow vegna eldsneytistöku. Áætlaður lendingartími er rétt rúmlega 14:00.  

Sigurður Kristinsson er 71 árs gamall Akureyringur sem hefur verið í mjög vondri stöðu á Spáni. Hann fékk alvarlegt heilablóðfall um miðjan ágúst þar sem hann var staddur á Torrevieja á Spáni.

Sjá einnig: Sigurður Kristinsson fastur á Spáni eftir heilablóðfall 

Tekist hefur að safna fyrir stærstum hluta sjúkraflugsins og þakka aðstandendur og fjölskylda Sigurðar frá sínum dýpstu hjartans rótum öllum sem lögðu þessu verkefni lið. Ekki má gleyma framlagi úr söfnun aðstandenda Gísla Finnssonar. Það er óhætt að segja að landsmenn hafi staðið við bak samlanda sinna í erfiðleikum á erlendri grundu. 

Sambíó

UMMÆLI