„Skemmtileg en mikil vinna“Mynd: RÚV

„Skemmtileg en mikil vinna“

Ída Irene Oddsdóttir og Anna Sóley Cabrera voru gestir Amöndu Guðrúnar Bjarnadóttur í Morgunvaktinni á  RÚV í morgun en þær koma að hátíðarhöldum á Akureyri um verslunarmannahelgina. Ída er einn skipuleggjenda hátíðarinnar og Anna er nýr stjórnandi framtaksins mömmur og möffins.

Sjá einnig: Eitthvað fyrir alla á Einni með öllu í ár

Ída Irene fór yfir dagskrá helgarinnar í þættinum og fór yfir vinnuna sem kom að því að skipuleggja hátíð eins og Ein með öllu. „Þetta er skemmtileg, en mikil vinna. Við erum alltaf að breyta og bæta. Við erum alltaf að stækka aðeins viðburðina,“ segir Ída.

Anna Sóley Cabrera er nýr umsjónaraðili framtaksins mömmur og möffins sem verður í Lystigarðinum yfir verslunarmannahelgina.

Sjá einnig: Mömmur og möffins bjargað – Leita að sjálfboðaliðum

„Ég var að taka við stjórnartaumunum í ár og er alveg ný en ég sé það að þetta er mjög skemmtilegur viðburður. Ég sá frétt um að það væri verið að auglýsa eftir nýjum umsjónaraðilum og ég ákvað bara að stökkva á tækifærið. Mér finnst gaman að baka. Ég er nýkomin úr fæðingarorlofi þannig að þetta er skemmtilegt tækifæri til þess að hitta aðrar mömmur í bænum,“ segir Anna Sóley.

Viðtalið í heild sinni má finna á vef RÚV með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó