fbpx

Skólahald fellt niður á Akureyri

Skólahald fellt niður á Akureyri

Allt skólahald Akureyrarbæjar fellur niður frá klukkan 13 í dag vegna veðurs. Þetta gildir um skólahald í leik- og grunnskólum bæjarins sem og Tónlistarskólann á Akureyri og framhaldsskólana.

Sjá einnig: Akureyringar beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu

Nú þegar er farið að hvessa og má búast við norðanstórhríð seinnipartinn í dag og fram eftir degi á morgun. Á vef Akureyrarbæjar eru foreldrar beðnir um að sækja börn í skóla og frístund um hádegi.

Mynd: Þóra Karlsdóttir

Listasumar Akureyri

UMMÆLI

PSA